Ingvar til vinstri að hugsa næsta leik. Adam Omarsson honum á hægri hönd. Mynd: IÞJ

Það kom 5½ vinningur af 19 mögulegum í hús í 4. umferð EM ungmenna í netskák sem fram fór í gær. Mikael Bjarki Heiðarsson (u12), Matthías Björgvin Kjartansson (u12), Jóhann Helgi Hreinsson (u12), Ingvar Wu Skarphéðinsson (u14) unnu í gær. Jósef Omarsson (u10), Arnar Logi Kjartansson (u12) og Sæþór Ingi Sæmundarson (u14) gerðu jafntefli.

Matthías, Gunnar Erik Guðmundsson (u14), Ingvar Wu og Benedikt Briem (u16) eru efstir íslenku krakkana með 2 vinninga. Jósef og Jóhann hafa 1½ vinning.

Úrslit 4. umferðar

Tvær umferðir fara fram í dag. Sú fyrri hófst kl. 8 og sú síðari hefst kl. 15.

Tefld er kappskák og er mótið reiknað til skákstiga. Í fyrsta skipti þar sem Íslendingar tefla netskák sem reiknuð er til alþjóðlegra skákstiga.

Ýmsar leiðir eru að til að fylgjast með mótinu. Í síma er afar þægilegt að nota appið Followchess.

- Auglýsing -