Ný alþjóðleg skákstig, komu út í dag, 1. nóvember. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landins, Ágúst Örn Gíslason er stigahæstur nýliða og Iðunn Helgadóttir hækkar mest frá síðsta stigalista.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2574) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Héðinn Steingrímsson (2535) er næststigahæstur og Hannes Hlífar Stefánsson (2519) er þriðji í stigaröð íslenskra skákmanna. Vignir Vatnar Stefánsson (2432) kemst nú í fyrsta skipti á topp 10.
Nýliðar og mestu hækkanir
Þrír nýliðar eru á listanum. Stigahæstur þeirra eru Ágúst Örn Gíslason (1917) en einnig birtast Sigurður Áss Grétarsson (1899) og Oliver Kovácik (1146) í fyrsta skipti. Sigurður fetar þar með í fótspor þriggja systkina sinnia. Oliver er aðeins átta ára og er annar tveggja 8 ára íslenskra skákmanna á listanum.
Iðunnn Helgadóttir (+131) hækkar mest allra á listanum eftir frábæra frammistöðu á Haustmóti TR. Fjórir aðrir skákmenn hækka um meira en 100 stig. Það eru Benedikt Þórisson (+119), Birkir Hallmundarson (+111), Brynjar Bjarkason (+106) og Jóhann Helgi Hreinsson (+102).
Nýliðar og þeir sem hækkuðu um 30 stig eða meira
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2200) er sem fyrr langstigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga (2010) og Guðlaug Þorsteinsdætur (2009)
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2432) er sem fyrr stigahæsta ungmenni landsins, 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2285) og Birkir Ísak Jóhannsson (2109).
Stigahæstu öldungar landsins (+65)
Kristján Guðmundsson (2234) er stigahæsti öldungur landsins, 65 ára og eldri. Í næstu sætum eru Áskell Örn Kárason (2221) og Björgvin Víglundsson (2216).