Lokaumferð á Íslandsmóti öldunga (65+) fer fram síðar í dag. Spennan er mikil fyrir lokaumferðina en þrír skákmenn eru efstir og jafnir fyrir lokaumferðina!

Þrjár umferðir voru tefldar um síðastliðna helgi og þær þrjár síðustu yfir þessa helgi. Eftir fyrri hlutann voru þeir Ólafur Kristjánsson og Björgvin Víglundsson jafnir og efstir með 2,5 vinning af 3. Þeir Ólafur og Björgvin gerðu svo jafntefli í 4. umferðinni á föstudaginn og gerðu einnig báðir jafntefli í 5. umferðinni, Ólafur við Þór Valtýsson og Björgvin við Júlíus Friðjónsson.

Þór vann góðan sigur á Braga Halldórssyni í föstudagsumferðinni (4. umferð) og náði því þeim Ólafi og Björgvin að vinningum.

Óhætt er að segja að lokaumferðin sé æsispennandi, þá mætast eftirfarandi í toppbaráttunni:

Júlíus Friðjónsson (3)- Ólafur Kristjánsson (3,5)
Þór Valtýsson (3,5) – Haraldur Haraldsson (3)
Áskell Örn Kárason (2,5) – Björgvin Víglundsson (3,5)

Allt getur enn gerst. Vinni einhver af þeim félögum sína skák og hinir ekki vinnur sá aðili vitaskuld mótið. Það sem gerir þetta enn skemmtilegra er að Júlíus og Haraldur eiga einnig séns á að ná efstu mönnum að vinningum ef þeir vinna sína skák og enginn af forystusauðunum þremur vinnur sína skák.

Hver verður krýndur Íslandsmeistari öldunga 2021?

Mótið á chess-results

 

- Auglýsing -