Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2476) og Guðmundur Kjartansson (2443) hófu í gær þátttöku á alþjóðlegu móti í Mallorca á Spáni. Báðir unnu þeir í fyrstu umferð fremur stigalága andstæðinga (1811-1859).

Önnur umferð fer fram í dag og enn tefla þeir við stigalága andstæðinga (1983-2022).

Mótið fer fram 22.-28. nóvember. Alls taka 55 skákmenn frá 13 löndum þátt í mótinu og þar af eru fjórir stórmeistarar. Helgi Áss og Guðmundur eru nr. 2 og 3 í stigaröð þeirra.

 

 

 

- Auglýsing -