Fyrsta skák heimsmeistaraeinvígis Ian Nepomniachtchi (2782) og Magnúsar Carlsen (2855) lauk með jafntefli.
And it starts with 1.e4 e5.#FIDEmatch2021 #CarlsenNepo pic.twitter.com/ofFjknGbh4
— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 26, 2021
Tefldur var spænskur leikur og fórnaði heimsmeistarinn peði í áttunda leik til þess að fá virkari stöðu.

8…Ra5!? Óvæntur leikur sem hefur þó verið leikið áður í bréfskák. Rússinn tók peðið og skákin tefldist 9. Rxe5 Rxb3 10.axb3 Bb7 11. d3 d5 12. exd5 Dxd5 13. Df3 Bd6.
Carlsen vann peðið til baka en náði aldrei nægjanlegu frumkvæði til að tefla til vinnings þótt hann hafi staðið aðeins betur. Jafntefli var svo samið eftir 45 leiki.
Önnur skák einvígisins verður tefld á morgun. Þá hefur heimsmeistarinn hvítt. Skákin hefst kl. 12:30. Alls tefla þeir 14 skákir.
- Heimasíða einvígisins
- Beinar útsendingar (FIDE) – Anand og Muzychuk
- Beinar útsendingar (Chess24) Polgar og Giri
- Beinar útsendingar (Chess.com) Caruana og Yifan
- Beinar útsendingar (Chess24) Howell og Houska
Bent er einnig á NRK fyrir þá sem vilja hafa útsendingu þar. Hægt er að nálgast áskrift í gegnum heimasíðu Vodafone.
Sjálfsagt eru til fleiri möguleikar til að fylgjast með einvíginu. Ritstjóri hvetur þá sem hafa upplýsingar um áhugaverðar útsendingar að senda upplýsingar þar um.














