Stórmeistararnir Helgi Áss Grétarsson (2476) og Guðmundur Kjartansson (2443) enduðu báðir í 1.-5. sæti á alþjóðlegu móti sem lauk í Mallorca í dag. Báðir unnu þeir í sjöttu umferð en gerðu svo jafntefli í sjöundu umferð.
Félagarnir hlutu 5½ vinning í umferðunum sjö. Þeir fylgdust að allt mótið, þ.e. gerðu ávallt sömu úrslit.
Þeir halda nú til Barcelona þar sem þeir tefla á alþjóðlega mótinu El Llobregat Open Chess Tournament.
Alls tóka 55 skákmenn frá 13 löndum þátt í mótinu og þar af voru fjórir stórmeistarar. Helgi Áss og Guðmundur voru nr. 2 og 3 í stigaröð keppenda.
- Auglýsing -














