Þriðju skák heimsmeistaraeinvígis Ian Nepomniachtchi (2782) og Magnúsar Carlsen (2855) lauk með jafntefli rétt í þessu.
Rússinn beitti spænska leiknum rétt eins og fyrstu skákinni en breytti út af í áttunda leik þegar hann lék 8. a4 í stað 8. h3 þegar hann fékk á sig óvænta peðsfórn 8…Ra5.
Ian Nepomniachtchi about Game 3: „The opening ended in my favour, I got a slight advantage that looked to be long-term. 16…a5 move from Magnus is positionally surely questionable, but it seems that after some precise moves Black can be close to equality.“ #CarlsenNepo pic.twitter.com/M3nTmXUJPN
— International Chess Federation (@FIDE_chess) November 28, 2021
Magnús náði að jafna taflið á teljandi erfiðleika og jafntefli var samið eftir 41 leik.
Frídagur er á morgun. Fjórða skákin fer fram á þriðjudaginn.
- Heimasíða einvígisins
- Beinar útsendingar (FIDE) – Anand og Muzychuk
- Beinar útsendingar (Chess24) Polgar og Giri
- Beinar útsendingar (Chess.com) Caruana og Yifan
- Beinar útsendingar (Chess24) Howell og Houska













