Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. desember. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Geir Birnuson er stigahæstur nýliða og Sigurður Páll Guðnýjarson hækkar mest frá síðasta lista.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) er stigahæsti skákmaður landsins. Héðinn Steingrímsson (2535) og Henrik Danielsen (2520) koma næstir.  Vignir Vatnar Stefánsson (2457) er kominn í áttunda sæti stigalistans eftir miklar hækkanir síðustu mánuði.

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Hvorki meira né minna en átta nýliðar eru á listanum nú. Þeirra stigahæstur er Geir Birnuson (1605). Í næsti sætum eru Víðir Smári Pedersen (1563) og Tobías Matherel (1467).

Sigurður Páll Guðnýjarson (+116) hækkar mest frá nóvember-listanum. Í næstu sætum eru Guðrún Fanney Briem (+97) og Iðunn Helgadóttir (+93).

Hér má finna þá sem hafa hækkað um 30 stig eða meira

Mestu hækkanir

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2182) er stigahæsta kona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2032) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (2009).

Hér má finna topp 10

Topp 16

Stigahæstu ungmenni (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2457) er langstigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2322) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2137). Sá síðastnefndi breytti um skáksamband fyrir skemmstu en hefur hingað til teflt undir úkraínska fánanum.

Hér má finna topp 10

Topp 50

Stigahæstu öldungar (+65)

Kristján Guðmundsson (2234) er stigahæsti virki öldungur landsins. Í næstu sætum eru Björgvin Víglundsson (2208) og Áskell Örn Kárason (2186).

Hér má finna topp 10

Topp 50

Reiknuð mót

Hvorki meira né minna en 21 mót var reiknað til skákstiga. Sjá nánar hér.

Til kappskákstiga voru eftirfarandi reiknuð

  • Íslandsmót öldunga
  • Skákþing Garðabæjar
  • Haustmót SA
  • U2000-mótið
  • Skákþing Norðleninga

Heimslistinn

Magnús Carlsen (2856) er stigahæsti skákmaðurinn heims. Frakkinn Alireza Firouzja (2804) er kominn í annað sæti eftir ótrúlegar hækkanir síðustu misseri. Ding Liren (2799) er þriðji.

Topp 100

- Auglýsing -