Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarssson (2476) vann alþjóðlega meistarann Fernando Valenzuela Gomez (2342) í 2. umferð alþjóðlegs móts í Barcelona í gær. Páll Agnar Þórarinsson (2175) vann einnig sína skák. Guðmundur Kjartansson (2443) tapaði fyrir aserska stórmeistaranum Eltaj Safarli (2579).
Þriðja umferð fer fram í dag. Helgi Áss mætir Safarli og fær tækifæri á að hefna fyrir félaga sinn.
Alls taka 157 skákmenn frá 41 landi þátt í mótinu. Þar á meðal eru 36 stórmeistarar. Helgi er nr. 37 í stigaröð keppenda, Gummi nr. 51 og Páll nr. 177.
- Auglýsing -















