Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarssson (2476) vann aserska stórmeistarann Eltaj Safarli (2579) í þriðju umferð alþjóðlega mótsins í Barcelona á Spáni í afar fjörlegri skák. Helgi er efstur ásamt þremur Indverjum með fullt hús. Guðmundur Kjartansson (2443) vann í gær en Páll Agnar Þórarinsson (2175) tapaði. Guðmundur hefur 2 vinninga en Páll hefur 1 vinning.

Fjórða umferð fer fram í dag. Helgi mætir indverska alþjóðlega meistaranum Mittal Aditya (2459), Guðmundur teflir við indverska stórmeistaranumm Murali Karthikeyan (2630) og Páll við úkraínska stórmeistarann Ruslan Pogaorelov (2338).

Alls taka 157 skákmenn frá 41 landi þátt í mótinu. Þar á meðal eru 36 stórmeistarar. Helgi er nr. 37 í stigaröð keppenda, Gummi nr. 51 og Páll nr. 117.

- Auglýsing -