Ný alþjóðleg skákstig, dagsett 1. janúar 2022 eru komin út. Hjörvar Steinn Grétarsson,  er sem fyrr stigahæsti skákmaður þjóðarinnar.  Ólafur Jens Sigurðsson er stigahæstur nýliða og, unglingameistari Íslands, Alexander Oliver Mai, hækkaði mest frá síðsta skákstigalista.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) er sem fyrr stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Í næstum sætum eru Héðinn Steingrímsson (2535) og Henrik Danielsen (2520). Vignir Vatnar Stefánsson (2465) er kominn í sjöunda sæti stigalistans.

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Tveir nýliðar eru á listanum. Annars vegar Ólafur Jens Sigurðsson (1442) og hins vegar Engilbert Viðar Eyþórsson (1241)

Alexander Oliver Mai (+147) hækkar langmest frá desember-listanum. Í næstum sætum eru Benedikt Þórisson (+31) og Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (+31).

Eftirtaldir hækka um 10 stig eða meira

Stigahæstu ungmenni (u20)

Sú breyting hefur verið á ungmennalistanum að 2001-árgangurinn er fallinn út. Vignir Vatnar Stefánsson (2465) er sem fyrr langstigahæsta ungmenni landsins. Í næstu sætum eru Alexander Oliver Mai (2207) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2137).

Topp 50

Reiknuð mót

Alls 18 mót voru reiknuð til stiga. Þar á meðal voru Þrjú innlend kappskákmót; Y2000-mótið, Unglingameistaramót Íslands og Bikarsyrpa TR.

Yfirlit yfir reiknuð mót

 

- Auglýsing -