Vign,ir að tafli.

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2465) endaði með 7½ vinning á alþjóðlega mótinu í Dyflinni á Írlandi. Algjörlega frábær árangur. Hann gerði jafntefli við írska alþjóðlega meistaranum David Fitzsimons (2337) í lokaumferðinni. Vignir var 1½ vinningi fyrir ofan næstu menn. Vignir fékk því hálfum vinningi meira en þurfti í áfangann en til að krækja í hann þurfti 7 vinninga.

Frammistaða Vignis samsvaraði 2630 skákstigum og hækkar hann um 19 stig fyrir hana. Hann er því kominn með 2484 skákstig á lifandi skákstigum og er í dag fimmti stigahæsti skákmaðurins landsins á eftir Hjörvari, Héðni, Henriki og Hannesi.

Til að verða stórmeistari þarf 3 slíka stórmeistaraáfanga og einnig að ná 2500 skákstigum.

Mótið í Dyflinni fór fram 2.-6. janúar. Tíu keppendur tóku þátt og tefldu allir við alla. Meðalstig mótsins voru 2368 skákstig. Til að ná stórmeistaraáfanga þurfti 7 vinninga af 9 mögulegum. Vignir var næststigahæstur keppenda.

- Auglýsing -