Í ljósi breytinga á samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun eru áhorfendur velkomnir á Reykjavíkurleikana. Hægt að kaupa miða á báða skákviðburðina. Bæði verður hægt að fylgjast með keppendum (fjarlægð tryggð) og helstu skákum á risaskjám.

Um er að ræða Reykjavíkurhraðskákmótið sem fram fer á morgun og hefst kl. 13 og hins vegar á landskeppnina á milli Íslendinga, Dana, Norðmanna, Svías em hefst kl. 13 á sunnudaginn.

Miðaverð eru kr. 2.500 og gildir það á bæða viðburði. Fyrir þá sem vilja mæta á staðinn er gengið inn um a-inngang Laugardalshallar.

Tengill á miðakaup

Annar sænsku keppendanna greindist með Covid í dag. Sænska skáksambandið var fljótt að bregðast við og sæti hans í sænska liðinu i landskeppninni tekur sjálfur skákmeistari Svíþjóðar Jung Min Seo (2466).

- Auglýsing -