Skáksalurinn bíður keppenda!

Skák verður hluti af Reykjavíkurleikunum í ár (Reykjavik International Games).  Í dag fer fram Reykjavíkurhraðskákmótið fram í Laugardalshöllinni og á morgun fer fram 4ja landa keppni í beinni á RÚV.

Reykjavíkurhraðskákmótið

Motið hefst kl. 13. Tefldar verða 11 umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Nánast allir sterkustu skákmenn þjóðarinnar taka þátt. Má þar nefna stórmeistarana Hjörvar Stein Grétarsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson, Þröst Þórhallsson, Guðmund Kjartansson og Braga Þorfinnsson.

Nánast allar sterkustu íslensku skákkonurnar taka jafnframt þátt og má þar nefna landsliðskonurnar Lenku Ptácníkovu, Guðlaugu Þorsteinsdóttur, Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, og Hrund Hauksdóttur.

Allir skákir mótsins verða sýndar beint auk þess sem þeim verður streymt og Ingvar Þór Jóhannesson verður með þráðbeina lýsingu!

Hægt er að fá kaupa miða á báða viðburðina í Laugardalshöll á kr. 2.500 kr. Þar er hægt að fylgjast keppendum í návígi og fylgjast með helstu skákum á risaskjá.

Fyrir þá sem vilja frekar vera heima verður Ingvar með streymi og skákirnar beint á netinu.

 

 

 

- Auglýsing -