Dönsku meistararnir Ellen og Mads

Danir unnu skákina á Reykjavíkurleikunum sem lauk í gær. Danir unnu Svía í úrslitum. Íslendingar enduðu í fjórða sæti eftir tap gegn Svíum í undaúrslitum eftir bráðabana og gegn Norðmönnum í viðureign um bronsið.

Undanúrslit

Danir unnu Norðmenn örugglega að velli 3½-½.

Baráttan á milli Íslendinga og Svía var hins vegar hnífjöfn. Hjörvar vann fyrri skákina en Lenka tapaði. Bæði gerðu þau jafntefli í seinni skákinni. Staðan því 2-2 og bráðabanaskák.

Þá var dregið um hvort þeirra myndi tefla bráðabanaskákina. Það reyndist vera Hjörvar. Hann fékk svart sem þýddi að hann fékk 4 mínútur gegn 5 mínútum. Jafntefli myndi hins vegar duga honum og Íslandi. Hjörvar tapaði hins skákinni.

Ísland mætti því Norðmönnum í viðureign um 3. sæti. Fyrri viðureignin tapaðist 0-2. Mun betur í seinni umferðinni þegar 1½ kom í hús. Það dugði hins vegar ekki til og þriðja sætið niðurstaðan.

Fyrri úrslitaviðureign Dana og Svía fór 1-1. Danirnir unnu hins vegar síðari viðureignina 1½-½.

Fyrri hönd Dana tefldu stórmeistarinn Mads Andersen og Ellen Fredericia Nilssen. Stóðu sig bæði afar vel og hlutu 3 vinninga í skákunum fjórum.  Bæði taplaus.

Lokastaðan

  1. Danmörk
  2. Svíþjóð
  3. Noregur
  4. Ísland

Skákin var í beinni á RÚV í gær og var útsendingin í umsjón Ingvars Þór Jóhannessonar og Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur.  Jóhann Hjartarson kíkti við í heimsókn.

Þetta er í fyrsta skipti sem skák er hlut af Reykjavíkurleiknunum og er Skáksambandið ÍBR mjög þakklát fyrir að bjóða því r að taka þátt. Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, lék fyrsta leik landskeppninnar.

- Auglýsing -