Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. febrúar.  Litlar breytingar á listanum enda aðeins eitt innlent kappskákmót, Janúarmót Goðans, reiknað til skákstiga.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2548) sem fyrr stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Héðinn Steingrímsson (2535) næst stigahæstur og Henrik Danielsen (2523) þriði í stigaröðinni.

Stóru tíðindin eru þau að Vignir Vatnar Stefánsson (2484) er nú orðinn fimmti stigahæsti skákmaður þjóðarinnar.

388 íslenskir skákmenn með skákstig teljast virkir samkvæmt skilgreiningu FIDE. Til þess þarf að hafa teflt eina kappskák undanfarna 24 mánuði.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

100 stigahæstu skákmenn Íslands

Nýliði og hækkanir

Eini nýliði listans er Roman Juhas (1525) efstir góða frammistöðu á Janúarmóti Goðans. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (+25) hækkar mest frá janúar-listanum. Í næstu sætum eru Vignir Vatnar (+19) og Sigurbjörn Ásmundsson (+13)

 

- Auglýsing -