Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. mars. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti íslenski skákmaðurinn. Myrki M W Stefánsson er stigahæstu nýliða og Örvar Hólm Brynjarsson hækkar mest frá 1. febrúar-listanum.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2554) er sem fyrr stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Í næstu sætum eru Héðinn Steingrímsson (2535) og Henrik Danielsen (2527).

 

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Tveir nýliðar eru á listanum. Annars vegar Myrkvi M W Stefánsson (1644) og hins vegar Ketill Sigurjónsson (1186).

Örvar Hólm Brynjarsson (+100) hækkar mest frá 1. febrúar-listanum. Í næstum sætum eru Sverrir Hákonarson (+64) og Iðunn Helgadóttir (+59).

Eftirtaldir hækka um 20 skákstig eða meira

 

 

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2477) er stigahæsti ungmenn landsins. Í næstu sætum eru nafnarnir Alexander Oliver Mai (2188) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2134).

 

Topp 50

Reiknuð mót

Aðeins eitt kappskákmót var reiknað til stiga, Skákþing Reykjavíkur. Þess má geta að Bikarsyrpa TR III, Kragerö-mótið og síðasta mótið í Serbíu, þar sem Vignir Vatnar náði stórmeistaraáfanga, náðu ekki til útreiknings í mars þar sem þeim lauk næstsíðasta dag febrúar, sem er degi of seint til að ná til útreiknings. Þau koma koma til útreiknings 1. apríl nk.

- Auglýsing -