Nú alþjóðleg skákstig eru komin út. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins, Kristinn Bjarnason er stigahæsti nýliðinn og Adam Omarsson hækkar mest frá síðasta stigalista.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) er sem fyrr stigahæsti skákmaður þjóðarinnar. Héðinn Steingrímsson (2538) er næststigahæstur. Henrik Danielsen (2531) er þriðji í stigraöð Íslendinga. Vignir Vatnar Stefánsson (2501) er í fimmta sæti stigalistans með 2501 stig og hefur rofið 2500 stigamúrinn.

Nýliðar og mestu hækkanir

Sjö nýliðar eru á listanum nú. Kristinn Bjarnason (1878) er stigahæstur þeirra. Næstir eru Sigurður P. Guðjónsson (1830) og Tinni Teitsson (1801).

Bræðurnir Adam (+156) og Jósef (138) Omarssynir hækka mest allra frá mars-listanum. Árni Ólafsson (+112) er þriðji á hækkunarlistanum.

Eftirtaldir hækka um 30 stig eða meira.

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2186) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Guðlaug Þorsteinsdóttir (2014) og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1981).

Hér má finna yfirlit yfir 10 stigahæstu skákkonur landsins.

Stigahæstu ungmenni landsins

Vignir Vatnar Stefánsson (2501) er langstigahæstur íslenskra ungmenna (u20). Næstir eru nafnarnir Alexander Oliver Mai (2177) og Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169).

Topp 10

Stigahæstu öldungar

Björgvin Víglundsson (2205) er stigahæstur öldunga (+65). Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2198) og Arnþór Sævar Einarsson (2173).

Topp 10

Reiknuð mót

Íslandsmót skákfélaga, Skákþing Norðlendinga og Bikarsyrpa TR voru þau kappskákmót sem skiluðu sér til útreiknings. Eftirfarandi mót voru reiknuð til stiga.

 

- Auglýsing -