Nýtt mót á dagskrá, Páskahraðskákmót TR!

Páskahraðskákmót TR fer fram laugardaginn 16. apríl klukkan 13:00. Tefldar verða 11. umferðir með tímamörkunum 3+2. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Þáttökugjöld: 1000 krónur, 500 krónur fyrir 17 ára og yngri og ókeypis fyrir 17 ára og yngri í TR og alla alþjóðlega- og stórmeistara.

Skráning fer fram á netinu, en hægt er að skrá sig í gula kassanum á skak.is og í þessari frétt. Húsið opnar 12:30, einnig verður tekið við skráningu á staðnum til 12:45 en við hvetjum fólk til að skrá sig á netinu.

Verðlaun

3. sæti: Páskaegg

2. sæti: Stærra páskaegg

1. sæti: Ennþá stærra páskaegg

Unglingaverðalun: Líka páskaegg

Skráningarform

Þegar skráðir

- Auglýsing -