Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag, 1. maí 2022. Íslandsmeistarinn, Hjörvar Steinn Grétarsson, er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Erlingur Þór Tryggvason er stigahæstur nýliða og Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson hækkaði mest frá apríl-listanum.

Topp 21

Hjörvar Steinn Grétarsson (2552) hefur aukið forystu á stigalistanum. Forystan var aðeins 4 stig í apríl en er nú 18 stig. Hún eykst enn í júní-listanum þegar Skákþing Íslands hefur verið reiknað.

Hannes Hlífar Stefánsson (2534) og Héðinn Steingrímsson (2534) koma næstir.

Topp 100

Nýliðar og mestu hækkanir

Þrír nýliðar eru á listanum. Erlingur Þór Tryggvason (1784) er stigahæstur þeirra eftir góða frammistöðu á Skákmóti öðlinga. Næstir koma Andrés Fjeldsted (1658) og Grímur Daníelsson (1603) sem báðir tóku þátt í Kviku Reykjavíkurskákmótinu.

Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson (+125) hækkaði mest frá apríl-listanum. Í næstu sætum eru Birkir Hallmundarson (+112) og Tómas Möller (+94).

Eftirtaldir hafa hækkað um 30 stig eða meira.

Topp 50

Stigahæstu skákkonur landsins

Lenka Ptácníková (2120) er sem fyrr stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Guðlaug Þorsteinsdóttir (2014) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1976).

Topp 10

Topp 15

Stigahæstu ungmenni (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2496) er sem lang stigahæsta ungmenni landsins. Nafnarnir Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2190) og Alexander Oliver Mai (2168) koma næstir.

Topp 10

Topp 50

Reiknuð mót

Þrír kappskákmót voru reiknuð. Kviku Reykjavíkurskákmótið, Skákmót öðlinga og Skákþing Akureyrar. Fjöldi móta með styttri umhugsunarstíma voru einnig reiknuð.

- Auglýsing -