Ný alþjóðleg skákstig eru komin út. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæstur íslenskra skákmanna. Ágúst Már Þórðarson er stigahæstur nýliða og Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson er hástökkvarinn.

Topp 20

Hjörvar Steinn Grétarsson (2566) er stigahæstur íslenskra skákmanna. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2532) og Héðinn Steingrímsson (2523).

100 stigahæstu skákmenn landsins.

Nýliðar og mestu hækkanir

Tveir nýliðar eru á listanum og báðir úr TV. Það eru Ágúst Már Þórðarson (1368) og Sæmundur Einarsson (1328).

Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (+155) hækkaði mest frá maí-listanum. Hefur undanfarana mánuði verið fastagestur í toppsætinu. Í næstum sætum eru Mikael Bjarki Heiðarsson (+129) og Jósef Omarsson (+128).

Eftirtaldir hækkaðu um 20 stig eða meira

Mestu hækkanir

Stigahæstu ungmenni landsins (u20)

Vignir Vatnar Stefánsson (2479) er sem fyrr stigahæsta ungmenni landsins. Benedikt Briem (2186) er næststigahæstur í fyrsta skipti. Aleksandr-Domalchuk-Jonasson (2184) er þriðji.

Topp 10

Topp 50

Reiknuð mót

Til kappskákstiga voru Skákþing Íslands (landsliðs- og áskorendaflokkur), Meistaramót Skákskólans (u2000 og u1500), Skákþing Vestmannaeyja, Skákþing Goðans, Skákþing Akureyrar (úrslitakeppni), Bikarsyrpa TR V reiknuð. Alls voru 18 mót reiknuð til stiga.

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2864) er stigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Ding Liren (2806) og Alireza Firouzja (2793).

Sjá nánar á heimasíðu FIDE

- Auglýsing -