Margeir Pétursson að tafli.

Íslenska liðið tapaði 1-3 fyrir ensku sveitinni í gær.  Margeir Pétursson (2450) og Jón L. Arnason (2412) gerðu jafntefli en þeir Helgi Ólafsson (2511) og Jóhann Hjartarson töpuðu fyrir Michael Adams (2690) og Nigel Short (2617).

 

Íslenska liðið er nú í 10. sæti með 4 stig og 6½ vinning.

Fjórða umferð fer fram í dag og þá mætir íslenska liðið enskri kvennasveit. Helgi Ólafsosn hvílir í dag og Þröstur Þórhallsson (2409) kemur inn í liðið. Viðureign dagsins verður því miður ekki sýnd beint.

23 sveitir taka þátt í flokki 50+. Sveit Íslands er sú  fjórða stigahæsta.

- Auglýsing -