Ding Liren (2806) vann Nikaru Nakamura (2760) í lokaumferð áskorendamótsins í skák sem fram fór í Madrid í gær. Þar með krækti Kínverjinn í annað sætið sem gæti verið mikilvægt afþakki heimsmeistarinn Magnus Carlsen að mæta Ian Nepomniachtchi (2766) í heimsmeistaraeinvígini á næsta ári.
Alireza Firouzja (2793) vann Fabiano Caruana (2783) í lokaumferðinni og lyfti sér af botninum.
Ungu mennirnir náðu sér engan veginn á strik á mótinu og enduðu í þremur neðstu sætunum.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (heimasíða) – hefjast kl. 13
- Beinar útsendingar (Chess24)
- Auglýsing -


Sjá nánar frétt á Chess.com.














