Það gekk vel í opna flokknum í fjórðu umferð alþjóðlegu skákhátíðinnar í Budejovice. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2244) og Hilmir Freyr Heimisson (2281) eru meðal efstu manna og Alexander Oliver Mai (2159) gerði jafntefli við stórmeistara. Í Króatíu vann samfélagsstjarnan Stefán Bergsson (2134) alþjóðlegan meistara.
SM-flokkur

Hannes Hlífar Stefánsson (2541) tapaði fyrir tékkneska alþjóðlega meistaranum Jan Vykouk (2476) og hefur 1 vinning.
Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2487 skákstig. Hannes er þriðji í stigaröð keppenda.
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (kl. 14)
AM-flokkur
Helgi Áss Grétarsson (2472) tapaði fyrir tékkneska FIDE-meistaranum Ondrej Svanda (2363) og hefur 2½ vinning.
Tíu skákmenn taka þátt og eru meðalstigin 2335 skákstig. Helgi Áss er stigahæstur keppenda.
Opinn flokkur
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2244) og Hilmir Freyr Heimisson (2281) gerðu jafntefli í innbyrðis skák og eru í 1.-8. sæti með 3½ vinning.
Alexander Oliver Mai (2159) gerði jafntefli við tékkneska stórmeistaranum Petr Velicka (2384) og hefur 3 vinninga. Birkir Ísak Jóhannsson (2131) vann í gær og hefur einnig 3 vinninga.
Fimmta umferð fer fram í dag. Aleksandr mætir stigahæsta keppenda mótsins, úkraínska alþjóðlega meistaranum Yevgeniy Roshka (2497).
111 skákmenn frá 18 löndum taka þátt og þar af 2 stórmeistarar og 3 alþjóðlegir meistarar.
Solta Open
Stefán Steingrímur Bergsson (2134) situr að tafli á eyjunni Solta í Króatíu. Tvær umferðir voru tefldar í gær. Í fyrri skák gærdagsins vann Stefán alþjóðlega meistarann Nenad Doric (2231) en í þeirri seinni tapaði hann fyrir stórmeistaranum Ivan Zaja (2445). Stefán hefur 2½ vinning.
Frídagur er í dag. Á morgun teflir Stefán við króatísku goðsögnina Bojan Kurajica (2525).