Ólympíuskákmótið hefst 29. júlí í Chennai á Indlandi. Ísland sendir lið í opnum flokki sem og í kvennaflokki. Fram að móti munum við fjalla um ólympíufarana – einn á dag!
Í dag kynnum við til leiks Vignir Vatnar Stefánsson sem teflir á sínu fyrsta Ólympíuskákmóti.
Nafn
Vignir Vatnar
Félag
Breiðablik
Aldur
19
Uppáhaldsskákmaður og skákkona?
Seo og Ramona Golsta
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum, líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Bara vera mjög vel bókaður upp í byrjunum og í ræktinni 6x viku, veit ekki með andlegu hliðina ætli ég kikji ekki í Yoga með Gumma
Hvað eiga Indverjar marga stórmeistara? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Held þeir eigi yfir 65 en ekki yfir 70 þannig ég giska 67
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Þetta verður fyrsta og vonandi ekki síðasta
Mun ManU ná meistaradeildarsæti án Christano Ronaldo?
Nei verða heppnir ef þeir falla ekki.
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
Bandaríkin vinnur opna flokkinn 100% ætla síðan að skjóta á Úkraínu í kvenna
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Horfði á Big Bang Theory fyrir stuttu
Mun Carlsen tefla heimsmeistaraeinvígi við Nepo á næsta ári?
Einfalt svar nei
Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti:
Ding Liren – Jan-Kryztof Duda Batumi 2018
Hvernig finnst þér indverskur matur?
Geggjaður ef hann er ekki spicy
Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?
Dvorkovic bara
Þekktasti Indverjinn sem þú veist um sem ekki er skákmaður?
Raj frá Big Bang Theory
Með hverjum þremur (lífs eða lifnum) skákmönnum myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?
Langalangafa Pétur Zóphaniusson sem var fyrsti Íslandsmeistarinn í skák, Friðrik Ólafs af þvi hann er geitin og Fischer áður en hann tefldi einvígið árið 1972!
Ólympíufararnir
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (opinn)
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (opinn)
- GM Helgi Áss Grétarsson (opinn)
- IM Vignir Vatnar Stefánsson (opinn)
- GM Guðmundur Kjartansson (opinn)
- WGM Lenka Ptácníková (kvenna)
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (kvenna)
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (kvenna)
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (kvenna)
- WIM Lisseth Acevedo Méndez (kvenna)
- GM Margeir Pétursson (liðsstjóri)
- FM Ingvar Þór Jóhannesson (liðsstjóri)
- IA Omar Salama (skákstjóri)
- Gunnar Björnsson (FIDE-dindill)