Omar Salama er nú eini fulltrúi Íslands á staðnum. Mynd: Maria Emelianova

Ólympíuskákmótið hefst 29. júlí í Chennai á Indlandi. Ísland sendir lið í opnum flokki sem og í kvennaflokki. Fram að móti munum við fjalla um ólympíufarana – einn á dag!

Í dag kynnum við til leiks skákstjórann Omar Salama.

Nafn

Omar Salama

Félag

Taflfélag Reykjavíkur 

Aldur

41

Uppáhaldsskákmaður og skákkona?

Vladimir Kramnik og Judit Polgár.

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum, líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú? 

Kenndi tvö workshops fyrir alla +200 dómarar sem mun mæta til Cheenai. 

Hvað eiga Indverjar marga stórmeistara? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð! 

Las það um daginn, en ekki viss 86. 

Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?

Sjötta skipti núna. Ég tel ekki Online Olympiad með. 

Mun ManU ná meistaradeildarsæti án Christano Ronaldo?

Já. 

Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?

USA-Ukraine. 

Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?

Man það ekki! Langt síðan 😊 Mjög líklegt var The Crown. 

Mun Carlsen tefla heimsmeistaraeinvígi við Nepo á næsta ári?

Ég er að svara eftir 20 júlí.  En jú jú ég vissi það fyrir löngu að hann ætlar ekki. 

Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti:

Hef aldrei teflt.

Hvernig finnst þér indverskur matur?

Æði! Hlakka til 🙏

Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?  

Arkady Dvorkovich. Ef allir hinir 3 sameinast saman, gæti verið eitthvað.  Annars nei. 

Þekktasti Indverjinn sem þú veist um sem ekki er skákmaður?

Ghandi.   

Með hverjum þremur (lífs eða lifnum) skákmönnum myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?

Vishy+Kramnik og Ljubojevic þeir allir eru skemmtilegir og segja mikið af sögum 😊

Ólympíufararnir

- Auglýsing -