Ólympíuskákmótið hefst á morgun 29. júlí í Chennai á Indlandi. Ísland sendir lið í opnum flokki sem og í kvennaflokki. Fram að móti munum við fjalla um ólympíufarana – einn á dag!
Í dag kynnum við reyndar tvo til leiks og klárum umfjöllunina!
Nafn
Lenka Ptácníková
Félag
TG
Aldur
46
Uppáhaldsskákmaður og skákkona?
Vá. margir, td Marek Vokac og Vera Menchik
Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum, líkamlegum) háttað fyrir Ólympíumótið nú?
Skáklegum: Tók nýlega þátt í 2 mótum í Tékklandi: Open Teplice og Open Zlatá Praha. Auðvitað er ég líka að stúðera sjálf.
Andlegum: Nonogram.com og Candy Crush Saga 🙂
Líkamlega sjá mynd:
Hvað eiga Indverjar marga stórmeistara? Hér er Google og öll önnur hjálpartæki bönnuð!
Veit ekki, heiðarleg svar!
Hversu oft hefur þú farið á Ólympíuskákmót?
Mörg, ég hef farið á öll ólympíumót síðan 1994.
Mun ManU ná meistaradeildarsæti án Christano Ronaldo?
Never say never. 🙂
Hverja telur þú líklegasta til sigurs á Ólympíuskákmótinu í opnum og kvennaflokki?
Opinn flokkur: Bandaríkin
Kvenflokkur: Úkraina
Hvað er það síðasta sem þú horfðir á Netflix (eða annarri sjónvarpsveitu)?
Allavega horft ekki lengi á neitt þar.
Mun Carlsen tefla heimsmeistaraeinvígi við Nepo á næsta ári?
Magnús stendur við það sem hefur sagt og teflir ekki.
Minnistæðasta skák á Ólympíuskákmóti:
Baciu-LP.
Hvernig finnst þér indverskur matur?
Örruglega flott tilbreyting, hlakka til!
Hverjum spáir þú sigri í forsetakosningum FIDE?
Dvorkovich
Þekktasti Indverjinn sem þú veist um sem ekki er skákmaður?
Indira Gandhi
Með hverjum þremur (lífs eða lifnum) skákmönnum myndir þú vilja eiga kvöldmáltíð með og af hverju?
Adam og Jósef, því fara með mér á flest mót og Vera Menchik til þess að kynna þessa stórkostlegu skákkonu fyrir ungunum mínum.
Ólympíufararnir
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (opinn)
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (opinn)
- GM Helgi Áss Grétarsson (opinn)
- IM Vignir Vatnar Stefánsson (opinn)
- GM Guðmundur Kjartansson (opinn)
- WGM Lenka Ptácníková (kvenna)
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (kvenna)
- WFM Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (kvenna)
- Tinna Kristín Finnbogadóttir (kvenna)
- WIM Lisseth Acevedo Méndez (kvenna)
- GM Margeir Pétursson (liðsstjóri)
- FM Ingvar Þór Jóhannesson (liðsstjóri)
- IA Omar Salama (skákstjóri)
- Gunnar Björnsson (FIDE-dindill)