Íslensku liðin átti ólíku gegni að fagna í 8. umferðinni. Í opnum flokki náðum við ekki að bíta nægjanlega frá okkur og 1-3 tap gegn Serbíu staðreynd. Óþarflega stórt tap miðað við gang mála í skákunum.

Í kvennaflokki vann íslenska sveitin stórsigur á liði Guatemala 3.5-0.5 sigur sem aldrei var í hættu.

Að lokinni 8. umferð er íslenska sveitin í opnum flokki í 35-57. sæti með 10 vinninga en kvennaliðið í 50-65 sæti með 9 vinninga.

Andstæðingar Íslands í 9. umferð verða Bangladesh í opnum flokki og Brasilía í kvennaflokki.

Lið Íslands í opnum flokki skipa eingöngu stórmeistarar

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson
  2. Hannes Hlífar Stefánsson
  3. Guðmundur Kjartansson
  4. Helgi Áss Grétarsson
  5. Margeir Pétursson (jafnframt liðsstjóri)

Íslenska liðið er nr. 43 í styrkleiðaröð. Alls taka 188 lið þátt.

Kvennaliðið

  1. Lenka Ptácníková
  2. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
  3. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
  4. Lisseth Acevedo Mendez
  5. Tinna Kristín Finnbogadóttir

Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson

Íslenska liðið er nr. 61 í styrkleikaröð. Alls taka 162 lið þátt.

- Auglýsing -