Íslensku liðin átti ólíku gegni að fagna í 8. umferðinni. Í opnum flokki náðum við ekki að bíta nægjanlega frá okkur og 1-3 tap gegn Serbíu staðreynd. Óþarflega stórt tap miðað við gang mála í skákunum.
Í kvennaflokki vann íslenska sveitin stórsigur á liði Guatemala 3.5-0.5 sigur sem aldrei var í hættu.
Að lokinni 8. umferð er íslenska sveitin í opnum flokki í 35-57. sæti með 10 vinninga en kvennaliðið í 50-65 sæti með 9 vinninga.
Andstæðingar Íslands í 9. umferð verða Bangladesh í opnum flokki og Brasilía í kvennaflokki.
Lið Íslands í opnum flokki skipa eingöngu stórmeistarar
- Hjörvar Steinn Grétarsson
- Hannes Hlífar Stefánsson
- Guðmundur Kjartansson
- Helgi Áss Grétarsson
- Margeir Pétursson (jafnframt liðsstjóri)
Íslenska liðið er nr. 43 í styrkleiðaröð. Alls taka 188 lið þátt.
Kvennaliðið
- Lenka Ptácníková
- Jóhanna Björg Jóhannsdóttir
- Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
- Lisseth Acevedo Mendez
- Tinna Kristín Finnbogadóttir
Liðsstjóri er Ingvar Þór Jóhannesson
Íslenska liðið er nr. 61 í styrkleikaröð. Alls taka 162 lið þátt.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results (opinn)
- Chess-Results (kvenna)
- Beinar útsendingar (opinn)
- Beinar útsendingar (kvenna)