Mynd: Ellen Frederica Nielsen

Íslensku liðin áttu ólíku gengi að fagna í 9. umferðinni eins og hefur verið of oft uppi á tengingnum. Strákarnir í opna flokknum unnu nokkuð traustan 2.5-1.5 sigur á Bangladesh en kvennaliðið mátti þola 0-4 skella gegn Brasilíu sem var algjör óþarfi.

Opinn flokkur – Bangladesh

Íslenska liðið stigahærra en Bangladesh með lúmskt og brögðótt lið sem hafði veitt sterkari liðum skráveifu á mótinu.

Hjörvar fékk mikið betra en einhvern veginn náði ekki að brjótast í gegn. Hossain gaf sig ekki og Hjörvar missti aðeins þráðinn, gaf peð en náði svo að þvinga jafnteflið áður en straumarnir fóru of mikið á móti okkar manni. Svekkjandi að ná ekki að klára vænlega stöðu.

Skákin hjá Hannesi virkaði nokkuð dýnamísk og Hannes með fínt framan af. Rahman fórnaði manni og þráskák varð niðurstaðan. 21…Ke8!? hefði verið athyglisverður en kannski of óábyrgð leið til að tefla með svörtu í liðakeppni. Jafntefli fín niðurstaða með svörtu.

Gummi náði upp mjög „Gummalegri“ juð-stöðu og einfaldlega yfirspilaði andstæðing sinn í endataflinu. Sex vinningar af níu í hús hjá Guðmundi sem hefur verið okkar aflahæsti maður.

Helgi Áss tefldi öruggt og af mikilli ábyrgð með svart á 4. borði. Nokkurn veginn þar til í 40. leik þegar hann breytti eðli stöðunnar. 40…b6 hefði verið ábyrgari leikur og svartur stendur mun betur. Grétarssynirnir voru báðir svektir í leikslok en mikilvægast er að liðssigurinn var öruggur!

Í 10. umferðinni er það grjóthart lið Grikkja sem bíður íslenska liðsins í opnum flokki. Þar gæti legið munurinn á góðu eða frábæru móti!

Kvennaflokkur – Brasilía

Brasilíustúlkurnar voru stigahærri á öllum borðum en þær létu 4. og 5. borð tefla saman í fyrsta skipti. Það er eitthvað sem hefði verið gaman að refsa og það hefði vel getað verið niðurstaðan eins og skákirnar þróuðst.

Mynd: Ellen Frederica Nielsen

Lenka tefldi skákina vel með svörtu á fyrsta borði og sýndi mun ábyrgari tímastjórnun en í umferðinni á undan. Ég er nokkuð viss um að andstæðingur Lenku missti af 17…Dh6+ og leikurinn sem hún fann, eini leikurinn, 18.Bf4 var það sem menn kalla „heppni í stöðunni“.

Eftir miklar flækjur kom þessi staða upp. Hér missir Lenka af magnaðri leið. 22…Bxd1! virðist ekki ganga útaf 23.Bxg7 og því lék Lenka 22…f6. Eftir drápið á d1 og g7 á svartur 23…Bxc2! þar sem 24.Qxc2 er svarað með 24…Bd4!!

Mögnuð leið. Eftir 22…f6 23.Dg3 var skákin töpuð eftir 23…Bd6? Tölvan segir að drepa megi á d1, miklar flækjur þar en mér fannst 23…Bf2!? smekklegasti leikurinn. Svartur verður skiptamun yfir en hvítur fær mjög góðar bætur.

Svekkjandi tap.

Byrjunin misheppnaðist herfilega hjá Jóhönnu þegar hún ruglaði saman afbrigðum í byrjuninni. Mjög klaufaleg og dýrkeypt mistök. Hvítur fékk koltapað tafl, -10 í tölvunum á tímabili. Einhvern veginn náði sú brasilíska aldrei að klára dæmið samt almennilega og á tímabili var Jóhanna kominn í mjög praktíska sénsa á að bjarga jafntefli. Það gekk ekki og Librelato náði að frelsa vinninginn.

Hallgerður var með fína stöðu í miðtaflinu en missti þráðinn. Áhættan þegar tefldar eru nýjar byrjanir getur verið að það vantar þekkingu í miðtaflsstöðunum. Bc1 var flottur leikur hjá Gazola að finna.

Mynd: Ellen Frederica Nielsen

Byrjunin misheppnaðist örlítið í London kerfinu hjá Liss þar sem svartur fékk of auðveldlega upp afbrigði sem býður upp á tafljöfnun fyrir svart. Sú brasilíska „bailaði“ hinsvegar á jafna taflinu með lélegu andstöðulegum leik, 14…c4. Hvítur fékk nú afnot af d4 reitnum og pressu á bakstæða peðið. Liss vann það peð og annað peð einnig. Hvítur var sælu tveimur peðum yfir þegar svartur reyndi að setja upp brellu sem Liss féll því miður í, drottning í hafið og ósanngjarnt og svekkjandi 0-4 tap í viðureigninni.

Næst á dagskrá er viðureign við Púertó Ríkó sem tefla aftast í gúlaginu þar sem ein stúlka hjá þeim er sjónskert og þarf að notast við eigið borð og aðstoðarmann. Ísland er stigahærra á öllum borðum.

Toppbaráttan

Baráttan á mótinu er í algleymingi. Úzbekar eru efstir og byrjast líklega við Indland II um sigurinn. Þessi lönd mætast í dag, Gukesh gegn Abdusattorov. Stjörnur mótsins.

Í kvennaflokki eru fjögur lönd efst og jöfn. Pólland, Indland, Kazaksthan og Georgía. Þau mætast öll innbyrðis.

Dramað í 9. umferð var mikið hjá Indlandi II. Björn Ívar fór vel yfir það á Facebook:

https://www.facebook.com/photo/?fbid=10230445778954564&set=gm.5383243618430685

Auk fyrrnefndra Gukesh hafa fleiri slegið í gegn. Írinn Conor Murphy er með algjörlega truflað skor!

Í kvennaflokki hefur sú pólska, Kiolbasa átt magnað mót!

Gaman verður að fylgjast með lokaumferðunum!

- Auglýsing -