Gauti Páll tók þátt á EM áhugamanna í Zagreb sem lauk í gær. Þar með lauk samfelldri taflmennsku íslenskra skákmana á skákmótum erlendis eftir margra vikna úthald. Um næstu helgi fer fram NM ungmenna í Svíþjóð þar sem 10 íslensk ungmenni mæta til leiks.
EM áhugamanna
EM áhugamanna fór fram í Zagreb í Króatíu dagana 14.-21. ágúst. Gauti Páll Jónsson (2071) tefldi í flokki skákmanna með minna en 2300 skákstig.
Gauti Páll tapaði í lokaumferðinni.
Gauti hlaut 4 vinninga og endaði í 28.-32. sæti. Gauti var nr. 23 í stigaröð 50 keppenda.
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar (hefjast flestar kl. 13)
- Auglýsing -