Hrafn Jökulsson og Helgi Grétarsson glaðbeittir í upphafi móts.

Hrafn Jökulsson, skákfrömuður með meiru, lést í gær, 56 ára og aldri eftir snarpa baráttu við krabbamein.

Hrafn kom eins og stormsveipur inn í Íslandsmót skáklíf þegar hann stofnaði Skákfélagið Grandrokk ásamt Róberti Lagerman, og fleirum í lok síðustu aldar. Félagið breyttist síðar í Skákfélagið Hrókinn og varð fjórfaldur Íslandsmeistari skákfélaga og jafnframt Norðurlandameistari skákfélaga undir stjórn þeirra félaga.

Hrafn var um tíma varaforseti Skáksambands Íslands. Hrafni þótti þó meira gaman að vinna við sitt félag sem átti heldur betur eftir að sitja svip sitt á skáklíf landsins. Tíð stórmót, Grænlandsheimsóknir, skólaheimsóknir, stórkostlegar skákhátíðir á Ströndum. Hrafn kom meðal annars að stofnun Vinaskákfélagsins og Skákdeildar Fjölnis. Hrafn var jafnframt einn besti myndasmiður skákhreyfingarinnar. Hér er sennilega frægasta skákmynd Hrafns. Skákævintýrum Hrafns þarf að gera góð skil.

Skák- og skákáhugamenn hafa vottað Hrafni virðingu sína.

 

Ættingjum og ástvinum Hrafns sendi ég samúðarkveðjur.

- Auglýsing -