Bragi Þorfinnsson að tafli.

Stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson (2408) hélt áfram sigurgöngu sinni á Haustmóti TR. Í sjöundu umferð, sem fram fór í gær, vann hann Eirík Björnsson (1939). Sjöunda sigurskákin í röð! Alexander Oliver Mai (2135) og Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) gerðu jafntefli. Alex er annar með 6 vinninga og Hjörvar þriðji með 5½ vinning. Þessir þrír berjast um sigurinn á mótinu. Björn Hólm Birkisson (2108) er fjórði með 4½ vinning. Hann og Alex berjast um titilinn skákmeistari TR.

A-flokkur

Úrslit 7. umferðar

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram annað kvöld. Þá mætast í Bragi og Alex. Í lokaumferðinni á sunnudaginn tefla svo Hjörvar og Bragi sem og Alex og Björn Hólm.

A-flokkur  á Chess-Result

Opinn flokkur

Sjöunda umferð fór fram í gær. Ingvar Wu Skarphéðinsson (1927) er efstur með 6 vinninga. Jóhann Arnar Finnsson (1869) er annar með 5½ vinning.

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram annað kvöld.

Röð efstu manna

- Auglýsing -