Mývatn – Berjaya Iceland Hotels og Skákfélagið Goðinn kynna SKÁKMÝ mótið 2022 sem fer fram helgina 8. og 9. október við glæsilegar aðstæður á Mývatn – Berjaya Iceland Hotels. Veglegir vinningar eru í boði fyrir þrjú efstu sætin, meðal annars gisting á Mývatn – Berjaya Iceland Hotels, aðgangur í Jarðböðin Mývatni, og kvöldverður á Mylla Restaurant.

Mývatn – Berjaya Iceland Hotels mun bjóða sérstakt tilboð vegna gistingar með morgunmat fyrir keppendur, áhorfendur og aðra skákáhugamenn á mótin.
Tilboðið er bókanlegt með þessum kóða

Opið er fyrir skráningu á mótið hér 
Mótið á chess-results

SKÁKMÝ verður kappskákmót, með því móti að fimm umferðir verða leiknar með tímamörkunum 60 mín+30sek/leik. (áætluð lengd fyrir hverja skák er 2-2,5 tímar, en getur staðið í 3-4 tíma)

Okkur er sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin á SKÁKMÝ skákmótið í Mývatnssveit

DAGSKRÁ

Laugardagur 8. október

Fyrsta umferð. 9:30
Önnur umferð 12:30
Þriðja umferð 15:30

Sunnudagur 9. október

Fjórða umferð 10:30
Fimmta umferð 13:30

Myvatn King Superior Room

Þar sem tímamörkin eru 60 mín + 30sek/leik og er FIDE-stigahámark keppenda 2399 Elo skákstig.

Þátttökugjald verður 4000 kr fyrir 17 ára og eldri og 2000 kr fyrir keppendur 16 ára og yngri.

VERÐLAUN

  1. sæti – Gjafabréf í gistingu fyrir tvo, innifalinn morgunverður og aðgangur í Jarðböðin Mývatni. Njóttu góðrar hvíldar hjá okkur og eigðu endurnærandi stund í lóninu umvafin/n náttúru
  2. sæti – Þriggja rétta kvöldverður fyrir tvo á Mylla Restaurant sem er staðsettur á Mývatn – Berjaya Iceland Hotels. Veitingastaðurinn sækir innblástur í matargerð frá villtri náttúru og umhverfi Mývatns
  3. sæti – Aðgangur í Jarðböðin Mývatni fyrir tvo. Innifalið er drykkur á barnum, baðsloppur og handklæði – hægt er að njóta drykkjarins í lóninu sjálfu

Að auki áðurnefndra verðlauna verða veitt bikaraverðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

- Auglýsing -