Vignir að tafli í gær. Mynd: Facebook-síða mótsins.

Alþjóðlegi meistarinn, Vignir Vatnar Stefánsson (2452), vann þýska FIDE-meistarann Jasper Holtel (2406) í áttundu og næstumferð Hit Open í Nova Gorcia í Slóveníu í gær.

Vignir hefur 6 vinninga og efstur ásamt fimm öðrum keppendum. Lokaumferðin fer fram í dag og þá teflir okkar maður við slóvenska FIDE-meistarann Jan Marn (2307). Lokaumferðin hefs kl. 13.

98 keppendur frá 23 löndum taka þátt í flokki Vignis. Þar á meðal 9 stórmeistarar.  Vignir er níundi í stigaröð keppenda. Mótið fer fram 16.-22. september.

——

Jósef að tafli í Batumi,

Jósef Omarsson tekur þátt í HM ungmenna (u12) sem fram fer í Batumi í Georgíu 16.-27. september.

Jósef vann skákmann frá Georgíu í 6. umferð í gær og hefur 3 vinninga.

- Auglýsing -