Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram 30. september - 3. október hjá Fjölni.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2022-2023 fer fram dagana 13.-16. október nk. Fyrri hlutinn fer fram í Fjölnishöllinni í Egilshöll. Fyrsta umferð (eingöngu í úrvalsdeild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 13. október og fer fram í Rimaskóla.

Liðin hafa skilað inn mögulegum liðsuppstillingum fyrir fyrri hlutann og má finna hann á Chess-Results.

Aðrar deildir munu hefjast föstudaginn 14. október kl. 19:30. Síðan verður teflt laugardaginn 15. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 16. október.

Beinar útsendingar verða ekki frá 1. umferð í kvöld en hefjast um leið og keppnin flyst í Fjölnishöllina.

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.

Síðari hluti mótsins fer fram 16.-19. mars 2023.

- Auglýsing -