Vignir að tafli

Sex umferðum af ellefu er lokið á HM ungmenna (u20) í Sardiníu. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2471) hefur 3½ vinning. Birkir Ísak Jóhannsson (2165) hefur 3 vinninga. Um helgina fór allt athygli ritstjóra á Íslandsmót skákfélaga.

Úrslit þeirra í 1.-6. umferð

Frídagur er í dag en sjöunda umferð fer fram á morgun. Þá tefla félagarnir með FIDE-meistara.

Alls taka 118 skákmenn frá 58 löndum þátt. Þar af 13 stórmeistarar. Vignir er nr. 24 í stigaröð keppenda en Birkir er nr. 91. Mótið fer fram 12.-22. október.

- Auglýsing -