Ný alþjóðleg skákstig komu út í dag. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Kristófer Orri Guðmundsson er stigahæstur nýliða. Sigurður Páll Guðnýjarson hækkar mest frá október-listanum.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2544) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Í næstum sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2526) og Henrik Danielsen (2514).
Nýliðar og mestu hækkanir
Sjö nýliðar eru á listanum og er það með því meira sem sést hefur. Kristófer Orri Guðmundsson (1781) er stigahæstur þeirra. Næstir eru Þorsteinn Gauti Sigurðsson (1612) og Kristján Einar Davíðsson (1505).
Sigurður Páll Guðnýjarson (+127) hækkar mest frá október-listanum. Í næstum sætum eru Jósef Omarsson (+118) og Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson (+111).
Eftirtaldir hækka um 40 stig eða meira.
Stigahæstu ungmenni (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2469) er venju samkvæmt stigahæsta ungmenni landsins. Næstir eru þeir nafnar Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2318) og Alexander Oliver Mai (2191).
Topp 10
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2074) er stigahæsta kona landsins. Í næstu sætum koma Guðlaug Þorsteinsdóttir (1989) og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir (1986).
Topp 10
Stigahæstu öldungar (+65)
Helgi Ólafsson (2491) er langstigahæstur öldunga. Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2198) og Björgvin Víglundsson (2185).
Topp 10
Reiknuð skákmót