John Nunn varð heimsmeistari í flokki 65 ára og eldri. Mynd: FIDE

Stórmeistarinn Henrik Danielsen (2514) endaði í 7.-19. sæti á HM öldunga (50+) sem fram fór 15.-26. nóvember í Assisi á ítalíu.

Henrik átti góðan endasprett og hlaut 4½ vinning í síðustu 5 skákunum. Slæmur miðkafli varð til þess að hann náði aldrei að blanda sér í toppbaráttuna.

John Nunn varð heimsmeistari í flokki 65 ára og eldri og Zurab Sturua í flokki 50 ára og eldri.

Alls tóku 148 þátt í flokki Henriks og þar af 14 stórmeistarar. Henrik var næststigahæstur keppenda.

——

Héðinn Steingrímsson tók þátt í alþjóðlegu móti í Dallas í Bandaríkjunum sem fram fór 23.-27. nóvember. Héðinn hlaut 7 vinninga og endaði í 2.-3. sæti.

Alls tóku 22 skákmenn þátt í flokki Héðins. Héðinn var fjórði í stigaröð keppenda.

- Auglýsing -