Suðurlandsmótið í skák 2022 – Meistari síðasta árs varði titilinn

Suðurlandsmótið í skák var haldið í Hvolsskóla á Hvolsvelli laugardaginn 26. nóvember. 18 keppendur tóku þátt og voru tefldar 7 umferðir.

Eftir æsispennandi keppni voru alþjóðameistararnir Davíð Kjartansson og Dagur Arngrímsson efstir og jafnir með 6 1/2 vinning hvor. Tefldu þeir þá tvær hraðskákir sem enduðu með jafntefli og var þá tefld svokölluð Armageddon skák þar sem Davíð hafði betur. Hann varði þar með titilinn frá síðasta ári. Dagur hafnaði því í öðru sæti og Róbert Lagerman endaði í þriðja sæti.  Sæþór Ingi Sæmundarson stóð sig best þeirra sem voru yngri en 18 ára og náði hann áttunda sæti.

Íþróttafélagið Dímon á Hvolsvelli og SSON ( Skákfélag Selfoss og nágrennis) sáu um framkvæmd mótsins sem gekk vel og voru vegleg verðlaun veitt fyrir efstu sætin.

Lokastaðan á Chess-Results. 

Af heimasíðu SSON. 

- Auglýsing -