Mynd af kræsingum á Skemmtikvöldi 2020

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 1 desember 2022 og verður haldið í TR húsinu, Faxafeni 12 og hefst klukkan 19:30, stundvíslega.

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:

Gauti Páll Jónsson varaformaður TR verður gestur kvöldsins og ætlar að fjalla um skákferðalag sitt um meginland Evrópu 2022, ferðasaga og fara yfir valdar skákir úr ferðalaginu.

Gómsætar veitingar koma frá Bakarameistaranum. Einnig verður heitt á könnunni, ásamt vel kældum gosdrykkjum.

Að sjálfsögðu verða töfl á staðnum og geta gestir gripið í skák.
Ókeypis er inn á skemmtikvöldið, en frjáls framlög eru vel þegin.

Allir hjartanlega velkomnir.
Við erum ein fjölskylda.
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.

 

- Auglýsing -