Ný skákstig komu út í dag, 1. desember. Hjörvar Steinn Grétarsson er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Ari Björn Össurarson er stigahæstur nýliða og Matthías Björgvin Kjartansson hækkar mest frá nóvember-listanum.
Topp 20
Hjörvar Steinn Grétarsson (2544) er sem fyrr stigahæsti skákmaður landsins. Í næstu sætum eru Hannes Hlífar Stefánsson (2526) og Héðinn Steingrímsson (2504).
Einn nýliði er á topp 20 en það er Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2355).
Nýliðar og mestu hækkanir
Hvorki meira né minna en níu nýliðar eru á listanum. Stigahæstir þeirra eru Ari Björn Össurarson (1630), Snorri Kristjánsson (1507) og Einar Helgi Dóruson (1398).
Matthías Björgvin Kjartansson (+162) hækkar mest frá nóvember-listanum. Næst eru Birkir Hallmundarson (+146) og Iðunn Helgadóttir (+138).
Eftirtaldir hækka um 20 stig eða meira
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2458) er sem fyrr stigahæsta ungmenni landsins. Í næstum sætum eru Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2355) og Birkir Ísak Jóhannsson (2181).
Topp 10
Stigahæstu skákkonur landsins
Lenka Ptácníková (2104) er sem fyrr stigahæsta skákkona landsins. Næstar eru Guðlaug (1989) og Hallgerður Helga Þorsteinsdætur (1983).
Iðunn Helgadóttir (1729) kemur í fyrsta skipti inn á topp 10.
Þess má geta ný skákkona hefur bæst við hóp þeirra sem geta teflt fyrir Íslands hönd. Það er Olga Prudnykova (2268) frá Úkraínu sem hefur flutt til landsins. Hún er hins vegar skráð óvirk á FIDE-listanum og birtist því ekki í listanum hér að neðan.
Topp 10
Reiknuð mót
Alls voru 23 skákmót reiknuð sem er að öllum líkindum met. Sjá hér.
Eftirfarandi fjögur innlend kappskákmót voru reiknuð til stiga í desember.
- Opna Íslandsmót kvenna
- Skákþing Kópavogs (4.-7. umferð)
- U-2000 mótið (4.-7. umferð)
- Bikarsyrpa TR II