Skákhátíð Fulltingis var fram haldið mánudagskvöldið 16. janúar. Hart var barist í báðum flokkum, skákmenn kepptust við að þjarma hver að öðrum og vopnabrak glumdi um salinn.
Meðfylgjandi er myndband frá setningu og fyrstu umferð mótsins.
Fyrstir til ljúka sinni skák voru CM meistarinn Halldór Halldórsson og stórmeistarinn Bragi Þorfinnsson. Eftir 21. leik svarts kom þessi staða upp:
Hér lék Halldór 22. Rh-f5 sem er freistandi leikur en dýrkeyptur. Hann hefur þann ókost að eftir 22. …Rxf5 23. exf5 hrifsar svarta drottninginn peðið á g5 og við það opinberast of margir veikleikar í stöðu hvíts. Framhaldið varð 24. Hf3 Re5 25. fxe6 Rxf3 26. Dxf3 fxe6 27. Dd3 De5 28. Hd1 Hc3 og tjaldið fellur.
Nokkurð var um óvænt úrslit, t.d. vann Örn Leó Jóhannsson stórmeistarann Þröst Þórhallsson á A flokki. Í B flokki náði Jósef jafntefli gegn Guðlaugu og Kristinn vann Arnar Heiðarsson. Einnig var Gauti Páll stálheppinn í koltapaðri stöðu þegar Harald lék sig í mát.
Í A flokki eru stórmeistarnir Jóhann Hjartarsson og Bragi Þorfinnsson efstir ásamt alþjóðlega meistaranum Vigni Vatnari Stefánssyni og Erni Leó Jóhannssyni sem var mögulega að fara yfir 2300 stig og þar með tryggja sér FM titil.
Í B flokki eru þau Kristinn Jens, Lenka og Jóhann Ragnarsson í forystu með fullt hús stiga.
Í 3. umferð leiða þessir saman hesta sína í A-flokki:
Í B-flokki verða viðureignir með þessum hætti:
Teflt er á mánudagskvöldum kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, 7 umferðir alls, og eru áhorfendur velkomnir.
Pistill: Jón Þorvaldsson.