MC nálgast toppinn. Mynd: Lennart Ootes/Tata Steel Tournament 2023

Nodbirek Abdusattorov (2713) gerði afntefli við Ding Liren (2811) í tíundu umferð Tata Steel-mótsins í Wijk aan Zee í gær. Úsbekinn ungi er efstur með 7 vinninga. Anish Giri (2764) er annar með 6½ vinning eftir jafntefli við við Wesley So (2760). Magnús Carlsen (2859) er kominn í 3.-4. sæti ásamt So með 6 vinninga eftir sigur á Parham Maghsoodloo (2719) og virðist jafnvel geta blandað sér í barúttuna um toppsætið. Sér í lagi vegna þess að efstu menn eiga eftir að mæta innbyrðis.

Nánar á Chess.com.

Vegna Skákdagsins er frídagur er í dag. Í elleftu umferð sem fram fer á morgundaginn mætast efstu menn. Abdusattorov teflir við Giri og Carlsen mætir So. Mótinu lýkur um helgina.

Áskorendaflokkur

Tyrkinn Mustafa Yilmaz (2609) og Þjóðverjinn Alexander Donchenko (2627) eru efstir með 7 vinninga.

- Auglýsing -