Hilmir að tafli. Mynd: Heimasíða DSU.

Alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2321) vann skákmót í Búdapest í Ungverjalandi sem fram fór 23.-28. janúar. Hilmir hlaut 7 vinninga í níu skákum. Vann fimm skákir en gerði 4 jafntefli.

Meðalstig keppenda voru 2216 skákstig og hækkaði Hilmir um 29 skákstig fyrir frammistöðu sína.

Lokastaðan á Chess Results. 

- Auglýsing -