Skákdagsmót Skákdeildar Breiðabliks fór fram á Skákdaginn, þann 26. janúar síðastliðinn. Skákdagurinn er haldinn ár hvert á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Mótið var haldið við góðar aðstæður í Álfhólsskóla og keppt var í sex aldurs- og getuskiptum flokkum. Skákdeild Breiðabliks stóð fyrir mótinu í samvinnu við Skáksamband Íslands og Skákskólann.

A – flokkur – Peðaskák

Ungum og óreyndum keppendum var gefinn kostur á því að tefla peðaskák. Sjö keppendur tóku þátt og sigraði Auður Pétursdóttir, eftir harða keppni.

1. Auður 4,5 v.
2. Eyþór 4 v.
3. Hildur 3 v.
4. Bjarki Þór 2,5 v.
5.-7. Andrea, Þrándur Alvar og Viktor Beck 2 vinningar
B – flokkur – 1. bekkur
1. Ylur Xiuwen Chen Viðarsson 3 v.
2. Dagur Sverrirsson 2,5 v.
3. Jökull Ernir Elmarsson 1,5 v.
4. Þór Birgisson 1 v.
5. Stígur Steinþórsson 0,5 v.
6. Starkaður Ólafsson 0,5 v.
C – flokkur – 2.-3. bekkur
Fjórtán keppendur tóku þátt í flokknum og sigraði Viktor Elías Eyþórsson af öryggi. Vann allar sínar skákir.
1. Viktor Elías Eyþórsson 3 v.
2. Skúli Páll Sigurgíslason 2,5 v.
3. Brimir Sverrisson Frýdal 2,5 v.
D-flokkur – 4.-7. bekkur
1. Hrannar Már Másson 3 v.
2. Tristan Fannar Jónsson 2 v.
3. Neno Veraja 2 v.
E – flokkur – 8. – 10. bekkur og u1300 stigum
1. Bjarki Freyr Vilhjálmsson 3 v.
2. Aðalsteinn Egill Ásgeirsson 2 v.
3. Níels Logi Ingimundarson 2 v.
F – flokkur – 1300 skákstig og meira
1. Engilbert Viðar Eyþórsson 4 v.
2. Guðrún Fanney Briem 3 v.
3. Jósef Omarsson 3 v.
Keppendur sem enduðu í efstu þremur sætum hvers flokks hlutu bikara og medalíur og allir þátttakendur voru leystir út með glaðningi í mótslok.
Skákdeild Breiðabliks þakkar öllum keppendum fyrir þátttökuna og SÍ og Skákskólanum fyrir aðstoðina við mótshaldið. Keppendur voru til fyrirmyndar og þekktu að sjálfsögðu allir vel sögu Friðriks Ólafssonar.
- Auglýsing -