Anish Giri lokaði mótinu á hefðbundin hátt. Mynd; Heimasíða mótsins.

Það leit lengi út fyrir öruggan sigur Úsbekans unga Nodbirek Abdusattorov  á Tata Steel mótinu í Wijk aan Zee. Honum voru hins vegar mislagðar hendur í lokaumferðinni þegar hann tapaði fyrir Jorden Van Foreest. Á sama tíma vann Anish Giri Ricard Rapport og náði þar með efsta sætinu.

Loksins vann Anish mótið í sinni fjórtándu tilraun. Hann hefur það fram yfir Magnús að hafa bæði unnið Reykjavíkurskákmótið og Tata-Steel mótið.

 

Áskorendaflokkur

Alexander Donchenko vann flokkinn og hefur þar með keppnisrétt í efsta flokki að ári.

- Auglýsing -