Vignir að tafli

Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2458) er efstur með 6 vinninga á Skákþingi Reykjavíkur að lokinni 7. umferð sem fram fór gær. Vignir vann Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2352). Benedikt Briem (2100) sem gerði jafntefli Jóhann Ingvason (2132) er annar með 5½ vinning Hvorugur þeirra getur orðið skákmeistari Reykjavíkur Baráttan þann titil hörð þar sem átta keppendur hafa 5 vinninga.

Staðan eftir sjöundu umferð

Það voru margar friðarpípur reyktar í gær á efstu borðunum.

Úrslit sjöundu umferðar

Áttunda og næstsíðasta umferð fer fram á miðvikudagskvöldið. Þá mætast Benedikt og Vignir.

Pörun áttundu umferð

- Auglýsing -