Chess After Dark í samstarfi við Tildru byggingafélag blása til Bikarmóts!

Laugardaginn 18. febrúar verður haldið Bikarmót Tildru byggingafélags á Bryggjan Brugghús úti á Granda klukkan 14.00. 

Fyrirkomulagið á mótinu er eftirfarandi.

Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 5+3.

Mótið gildir til alþjóðlegra hraðskákstiga.

16 efstu komast áfram í úrslit (tie-breaks gilda).

Þá hefst veislan!

Útsláttarkeppni með Armageddon fyrirkomulagi – sá sem er hærri í mótinu, fær að velja hvort hann sé með hvítt eða svart.

Tímamörk í Armageddon skákunum verða eftirfarandi:

Hvítur 6 mín + 2 sek á leik

Svartur 4 mín + 2 sek á leik

Hvítur verður að vinna skákina.

Í 16 manna úrslitum verður pörun þá eftirfarandi:

1-16

2-15

3-14

og svo framvegis…..

Verðlaun í mótinu eru eftirfarandi:

  1. 100.000 krónur
  2. 50.000 krónur
  3. 30.000 krónur

U2000: 10.000 kr gjafabréf á Bryggjan Brugghús

U1600: 10.000 kr gjafabréf á Bryggjan Brugghús

ATH mótið er einungis fyrir 18 ára og eldri.

Engin þátttökugjöld.

Skráningu lýkur föstudaginn 17. febrúar klukkan 18.00

Skráning hér: Bikarmót Tildru (google.com)

Skráðir keppendur: Bikarmót Tildru (Responses) – Google Sheets

Hlökkum til að sjá ykkur!

Kær kveðja,

CAD bræður

- Auglýsing -