Vignir að tafli í dag í Serbíu. Mynd: Facebooksíða mótsstjóra.

Arandjelovac Open í Serbíu var framhaldið í dag með 2. og 3. umferð. Alþjóðlegi meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2461) og Alexander Oliver Mai (2141) taka þátt.

Vignir hlaut 1½ vinning í dag. Vann serbneska FIDE-meistarann Milan Jovic (2315) í fyrri skák dagsins en gerði jafntefli við næstum því nafna sinn, indverska alþjóðlega meistarann N R Vignesh (2513) í þeirri síðari. Vignir hefur 2½ og er í 1.-8. sæti. Alekander Oliver átti ekki góðan dag og tapaði báðum sínum skákum.

Fjórða umferð fer fram á morgun. Vignir teflir þá við serbneska stórmeistarann Dejan Pukula (2347).

Alls taka 48 skákmenn þátt frá löndum. Þar af eru 13 stórmeistarar.  Vignir er nr. 8 í stigaröð keppenda en Alexander er nr. 37.

- Auglýsing -