Taflfélags Snæfellsbæjar kynnir:
Minningarmót um Ottó A. Árnason og Hrafn Jökulsson fer fram í Snæfellsbæ, laugardaginn 6. maí. Mótið hefst kl. 13:00 í félagsheimilinu Klifi.

Tefldar verða átta umferðir með svissneska kerfinu. Fyrstu 4 umferðirnar eru 7 mínútna hraðskákir og svo seinni fjórar eru 15 mínútna atskákir.

KEPPT ER Í ÁTTA FLOKKUM:

OPINN FLOKKUR
1. sæti kr. 200.000 / 2. sæti kr. 100.000 / 3. sæti kr. 70.000

AÐRIR FLOKKAR
1. sæti Bikar og 20.000 kr
STIGA U2200 | STIGA U1900 | STIGA U1600
KVENNA | ÖLDUNGA 65+ | UNGLINGA U16: | STIGALAUSIR
Skráningarfrestur er til 4. maí.
Frí rútuferð kl. 9 frá BSÍ og til baka um kvöldið þegar henta þykir.
Nánari upplýsingar: Tryggvi Óttar (tryggvi@grimsis.se).
- Auglýsing -